Laki fasteignir kaupir Rafklett og gengur til viðræðna við Reykjavíkurborg

Laki fasteignir, félag í eigu og umsjón Pekron, festi nýlega kaup á Rafstöðvarvegi 7-9 með kaupum á félaginu Rafklettur ehf. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár leigt húsnæðið við Rafstöðvarveg undir þá mikilvægu starfsemi sem fer fram í Hinu Húsinu. Rafklettur er jafnframt eigandi að byggingarrétti upp á rúmlega 1000 fm. við Rafstöðvarveg 5.

Í gær samþykkti Reykjavíkurborg að ganga til viðræðna um bygg­ingu leik­skól­a við Rafstöðvareg 5 sem borgin mun svo taka á leigu und­ir rekst­ur­inn. Stefnt er á að leikskólinn verði tilbúinn til notkunar inn­an tólf mánaða frá und­ir­rit­un leigusamn­ings.

Elliðaárdalurinn hefur verið í uppbyggingu undanfarin ár, aðgengi þar er gott og er jafnframt eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarinnar til leikja og íþróttaiðkunar af ýmsu tagi.

Previous
Previous

Pekron undirritar styrktarsamning við Andreu Kolbeinsdóttur

Next
Next

Guðrún Niel­sen ráðin fram­kvæmda­stjóri