Laki fasteignir kaupir Rafklett og gengur til viðræðna við Reykjavíkurborg
Laki fasteignir, félag í eigu og umsjón Pekron, festi nýlega kaup á Rafstöðvarvegi 7-9 með kaupum á félaginu Rafklettur ehf. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár leigt húsnæðið við Rafstöðvarveg undir þá mikilvægu starfsemi sem fer fram í Hinu Húsinu. Rafklettur er jafnframt eigandi að byggingarrétti upp á rúmlega 1000 fm. við Rafstöðvarveg 5.
Í gær samþykkti Reykjavíkurborg að ganga til viðræðna um byggingu leikskóla við Rafstöðvareg 5 sem borgin mun svo taka á leigu undir reksturinn. Stefnt er á að leikskólinn verði tilbúinn til notkunar innan tólf mánaða frá undirritun leigusamnings.
Elliðaárdalurinn hefur verið í uppbyggingu undanfarin ár, aðgengi þar er gott og er jafnframt eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarinnar til leikja og íþróttaiðkunar af ýmsu tagi.