SB18 kaupir Suðurlandsbraut 18

Í dag undirritaði SB18 ehf., félag í eigu Pekron, kaupsamning á skrifstofuhúsnæði við Suðurlandsbraut 18. Fasteignin er um 3.400 fermetrar að stærð og var teiknuð af arkitektunum Guðmundi Kr. Kristinssyni og Ferdinand Alfreðssyni. Í daglegu tali er húsið þekkt sem Esso-húsið en þar voru höfuðstöðvar Olíufélagsins.

Öll rými húsnæðisins eru í útleigu. Úr húsnæðinu er gott útsýni í átt að Laugardal, Esju og út á sundin blá.

Previous
Previous

Guðrún Niel­sen ráðin fram­kvæmda­stjóri