Guðrún Nielsen ráðin framkvæmdastjóri
Guðrúnu Nielsen hefur verið ráðin framkvæmdastjóri félagsins. Guðrún kemur til okkar frá Skel fjárfestingafélagi þar sem hún hefur stafað síðastliðin 10 ár, nú síðast sem forstöðumaður fjármála og rekstrar.
Hún átti þar þátt í ýmsum stefnumótandi verkefnum, þar á meðal uppskiptingu á Skeljungi og mótun nýs fjárfestingafélags. Einnig sat hún í stjórnum hjá félögum þess og hafði áhrif á þróun þeirra, m.a. hjá Orkunni, Skeljungi, Styrkási og fleirum.
Guðrún er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.
Við erum virkilega ánægð með að fá Guðrúnu til liðs við okkur. Framundan eru mörg spennandi fjárfestingatækifæri, bæði á Íslandi sem og erlendis og mun Guðrún leiða þau verkefni áfram.